City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt umræðuefni í búningsklefum
Jurrien Timber.
Jurrien Timber.
Mynd: Getty Images
Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa kvartað yfir miklu leikjaálagi hjá leikmönnum stærstu félaga Evrópu.

Timber segir að núverandi leikjaálag sé beinlínis hættulegt og mikið sé talað um það í búningsklefanum hjá Arsenal.

„Þetta er stórt umræðuefni í búningsklefum þessa dagana. Líka í okkar klefa," sagði Timber.

„Ég spilaði ekki mikið á síðasta tímabili út af meiðslum þannig að ég kvarta ekki mikið. En ég skil það sem verið er að segja. Þetta er hættulegt."

Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði nýverið að leikmenn væru að ræða um að fara í verkfall út af leikjaálagi. Hann meiddist svo illa stuttu eftir það og spilar líklega ekki meira á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner