
Núna er í gangi hávær orðrómur um það að Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, muni aftur rótera í varnarlínu sinni fyrir leikinn gegn Póllandi á HM í kvöld.
Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, kom inn gegn Mexíkó eftir að liðið hafði tapað fyrir Sádí-Arabíu í fyrsta leik. Martinez átti mjög góðan leik og hjálpaði liði sínu að halda hreinu.
Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, kom inn gegn Mexíkó eftir að liðið hafði tapað fyrir Sádí-Arabíu í fyrsta leik. Martinez átti mjög góðan leik og hjálpaði liði sínu að halda hreinu.
Samkvæmt argentínska fjölmiðlamanninum Gastón Edul þá mun Martinez detta út úr liðinu fyrir leikinn í kvöld.
Cristian Romero, sem átti í basli í fyrsta leiknum, mun koma inn í liðið í staðinn.
Þetta er áhugaverð breyting - ef satt er - í ljósi þess hve vel varnarlínan stóð sig í síðasta leik.
Það er mikið undir í kvöld. Argentína þarf helst sigur til að komast áfram en jafntefli dugar líka.
Athugasemdir