Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 30. nóvember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki fara frá Gróttu - „Lið sem buðu í mig en ég hlustaði ekki á það"
Lengjudeildin
Kjartan Kári
Kjartan Kári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári Halldórsson, sem samdi við Haugasund í Noregi fyrr í þessum mánuði, átti frábært tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og vakti áhuga félaga í Bestu deildinni.

Bæði Stjarnan og Valur reyndu að fá Kjartan í sínar raðir í félagsskiptaglugganum í sumar en ekkert varð úr því að hann færi frá uppeldisfélaginu.

„Nei, það var ekki nálægt því að gerast. Ég ákvað að ég ætlaði að klára tímabilið með Gróttu, það voru lið sem buðu í mig en ég hlustaði ekki á það. Ég sagði við stjórn Gróttu að ég vildi klára tímabilið, okkur var að ganga það vel. Það var bara ég sjálfur sem ákvað að klára tímabilið með Gróttu," sagði Kjartan. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

Kjartan, sem er nítján ára, skoraði sautján mörk í nítján deildarleikjum í sumar, endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Grótta endaði í 3. sæti deildarinnar, níu stigum á eftir HK sem fór upp í Bestu deildina.

Sjá einnig:
Kjartan Kári: Fékk smá sjokk þegar ég var að skrifa undir úti
Grótta hafi hætt við að selja Kjartan Kára fyrir 5 milljónir í sumar
Tveir leikmenn Gróttu eftirsóttir - „Hafa reglulega komið tilboð"
Kjartan Kári: Fékk smá sjokk þegar ég var að skrifa undir úti
Athugasemdir
banner
banner