Markvörðurinn Haraldur Björnsson hafði ekki mikið að gera í kvöld er hann stóð milli stanganna í 2-0 sigri Stjörnunnar gegn Víkingi Ólafsvík. Sigurinn tryggði Stjörnunni úrslitaleik í Fótbolta.net mótinu þar sem mótherjinn verður FH á laugardag.
Staðfestur leiktími verður birtur á morgun.
Staðfestur leiktími verður birtur á morgun.
„Við reynum að fá sem flesta leiki og gera sem mest úr þeim. Við förum í alla leiki til að vinna þá," sagði Haraldur eftir sigurinn í kvöld.
FH-ingar hafa litið vel út í mótinu og má búast við hörkuúrslitaleik.
„Besta prófraunin er á móti bestu liðunum og við erum klárlega eitt af bestu liðunum. Þetta verður spennandi leikur."
Haraldur er ekki hrifinn af gervigrasinu í Kórnum.
„Kórinn er ekki með besta grasið og það er erfitt að ná upp hröðu spili. Það væri fínt ef Kópavogsbær myndi skipta um gras."
Haraldur segir að mönnum í Garðabænum þyrsti í árangur í sumar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir