Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. janúar 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alexis Mac Allister aftur til Brighton (Staðfest)
Mynd: Brighton
Argentínski miðjumaðurinn Alexis Mac Allister hefur verið kallaður aftur til Brighton og mun berjast um byrjunarliðssæti á seinni hluta úrvalsdeildartímabilsins.

Hinn 21 árs gamli Mac Allister var keyptur til Brighton fyrir ári síðan og strax lánaður aftur út til uppeldisfélagsins, Argentinios Juniors.

Hann vakti athygli hjá Argentinos og var í kjölfarið lánaður til stóveldisins Boca Juniors, þar sem hann vann sér inn byrjunarliðssæti þrátt fyrir harða samkeppni.

Þessa dagana hefur Mac Allister verið að spila með U23 liði Argentínu í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir Ólympíuleikana. Hann hefur verið í lykilhlutverki og er Argentína búin að vinna alla fjóra leiki sína hingað til.

Það verður áhugavert að fylgjast með Mac Allister hjá Brighton þar sem hann mun berjast við menn á borð við Davy Pröpper og Dale Stephens um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner