Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. janúar 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea missir Mola til Stuttgart (Staðfest)
Clinton Mola í leik með varaliði Chelsea.
Clinton Mola í leik með varaliði Chelsea.
Mynd: Getty Images
Stuttgart er búið að gera fjögurra og hálfs árs samning við enska varnarmanninn Clinton Mola.

Mola, sem er einnig með ríkisborgararétt í Kongó, er varnartengiliður að upplagi en getur einnig leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður.

Hann er ekki nema 18 ára gamall og þykir mikið efni. Frank Lampard var ekki ánægður með að missa táninginn frá félaginu en Chelsea fær aðeins 500 þúsund evrur fyrir hann, auk 10% af næstu sölu.

Mola hefur leikið fyrir yngri landslið Englands og er lykilmaður í varaliði Chelsea. Félagið er einnig að missa Tariq Lamptey frá sér, en hann er á leið til Brighton fyrir um 5 milljónir punda.

Mola gengur í raðir Stuttgart sem er í þriðja sæti í þýsku B-deildinni. Tomas Hitzlsperger, fyrrum miðjumaður Aston Villa, er við stjórnvölinn þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner