Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 14:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bernardo Silva vill fara frá City í dag
Mynd: Getty Images
Það gæti farið svo að Joao Cancelo verði ekki eini leikmaðurinn sem yfirgefur Manchester City rétt fyrir gluggalok, því Bernardo Silva er sagður vilja fara frá félaginu í dag til að ganga í raðir Barcelona. Það er spænski fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greinir frá þessu.

Bernardo hefur reglulega verið orðaður við Barcelona og gæti farið svo að hann fari til Spánar fyrir gluggalok í kvöld.

Hann hefur ekki verið í byrjunarliði City í þremur síðustu leikjum. Í síðustu viku voru slúðursögur um það að fimm leikmenn City væru óánægðir með sína stöðu hjá félaginu. Cancelo var einn þeirra og hann er farinn, og Bernardo Silva var einnig á listanum.

Barcelona getur ekki keypt portúgalska miðjumanninn í glugganum en gæti reynt að fá hann á láni þar sem í samningnum væri kaupskylda í sumar.

Fyrr í dag greindi Sky Sports frá því að Bernardo færi hvergi. Félagsskiptaglugganum verður skellt í lás klukkan 23:00 í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað verði úr því að Bernardo fari frá City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner