Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Lyon: Ég hef ekkert neikvætt að segja um Depay
Memphis Depay
Memphis Depay
Mynd: Getty Images
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon í Frakklandi, vonast til að halda Memphis Depay hjá félaginu en mun þó skilja ef hann vilji róa á önnur mið.

Depay var nálægt því að ganga í raðir Barcelona fyrir áramót en ekkert varð af skiptunum.

Ronald Koeman, þjálfari Börsunga, vildi ólmur fá Depay en hann mun reyna aftur við hann í sumar.

Depay er fyrirliði Lyon og hefur verið frábær á þessu tímabili en hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp 9 i 31 leik.

„Ég hef ekkert neikvætt að segja um Depay. Ég mun virða ákvörðun hans og ef hann ákveður að fara í stærri klúbb en Lyon, þá verður það rétt ákvörðun," sagði Aulas.

„Ef hann verður áfram þá þýðir það að þetta verður frábært ævintýri fyrir hann og sýnir að við höfum unnið eitthvað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner