Seinni hálfleikur í viðureign Roma og Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar er ný hafinn.
Roma komst yfir í leiknum en Paulo Dybala sem skoraði markið eftir rúmlega hálftíma leik.
Dybala var tæpur fyrir leikinn en er í byrjunarliðinu og hann fagnaði markinu innilega með sjúkraþjálfara liðsins en þeir hafa sennilega unnið mikið saman undanfarið.
Leikurinn fer fram á Puskas Arena í Búdapest í Ungverjalandi en það er ekki aðeins stemning þar. Það er risaskjár á Stadio Olimpico heimavelli Roma þar sem er stútfullt og mikil stemning.
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Dybala skoraði.
Sevilla jafnaði metin rétt í þessu en Gianluca Mancini varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Delirio all’Olimpico per il gol di Paulo #Dybala ????
— Radio Romanista (@radio_romanista) May 31, 2023
??????#ASRoma #SivigliaRoma #UELFinal pic.twitter.com/EPH3PAcSGK