„Biðin eftir öðru markinu var löng en við spiluðum mjög vel og sköpuðum mörg færi og margar hornspyrnur. Ég bað um þrjú stig frá strákunum og þeir stóðu við það," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir 3-0 sigur gegn Völsungi.
„Við hefðum getað verið í fallsæti eftir síðustu umferð en erum í staðinn um miðja deild. Ég geri mér enga grein fyrir því hvar við erum staddir eftir umferðina í dag."
Hilmar Árni Halldórsson skoraði sigurmarkið gegn KF um síðustu helgi og hann skoraði tvö í kvöld og lagði hitt markið upp.
„Hann er kominn í gang aftur eftir að hafa átt þrjá lélega leiki í röð. Ég vinsamlegast bað hann um að gera þetta eins og maður og hann svaraði kallinu. Hilmar er frábær fótboltamaður," sagði Freyr en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir