Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. júlí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í 8. umferð: Kannski heppni að hún hafi verið 'fullkomin'
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnar marki í sumar.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Þróttar, er leikmaður 8. umferðar í Pepsi Max-deildinni en hún skoraði þrennu í ótrúlegu 5-5 jafntefli gegn Stjörnunni í vikunni.

„Þetta var skrýtinn leikur og mjög stressandi, sérstaklega í lokin þegar þær sóttu mikið á okkur og við lágum bara í vörn," segir Ólöf og bætir við: „Það var frekar svekkjandi að ná ekki þremur stigum en kannski var það bara sanngjarnt miðað við tækifærin sem Stjarnan fékk undir restina."

Ólöf skoraði með vinstri fæti, hægri fæti og með skalla. Fullkomin þrenna.

„Já, mig minnir að það hafi gerst einhvern tímann með þriðja flokki en það er auðvitað frábært að ná þrennu í Pepsi Max-deildinni og kannski bara heppni að hún hafi verið 'fullkomin'. Ég var nú ekkert að pæla í því fyrr en mér var bent á þetta."

„Það er alltaf gaman að skora mörk en það hefði vissulega verið skemmtilegra ef við hefðum unnið leikinn," segir Ólöf sem var að skora sína fyrstu þrennu í keppnisleik í meistaraflokki, það er að segja í deild eða bikar.

Ólöf, sem fædd er 2003, er á láni hjá Þrótti frá Val og henni líður vel í Laugardalnum. Þróttur hefur komið á óvart í Pepsi Max-deildinni til þess en fyrir mót var liðinu spáð beinustu leið niður eftir að hafa komist upp fyrir þessa leiktíð.

„Mér finnst rosalega fínt hjá Þrótti og ég er þakklát fyrir tækifærið hjá þeim. Hópurinn er frábær og góðir og metnaðarfullir þjálfarar. Stuðningsmennirnir eru líka þeir bestu í deildinni, og hvetja okkur alltaf áfram sama hvernig gengur. Það er skemmtilegt að liðið okkar sé að koma á óvart og markmiðið er náttrúrulega að halda okkur uppi í deildinni."

Varðandi sín eigin markmið fyrir framtíðin segir hún: „Að halda áfram að bæta mig og ná eins langt og ég get. Og hafa gaman að þessu."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner