Atlético Madríd hefur fengið að vita verðmiðann á enska miðjumanninum Conor Gallagher en þetta segir Fabrizio Romano á X.
Spænska félagið hefur verið í beinu sambandi við Chelsea vegna Gallagher og virðast félögin færast nær samkomulagi.
Romano segir að Atlético hafi fengið að vita verðmiða Gallagher en Chelsea er reiðubúið að selja hann fyrir 29-33 milljónir punda og eru félögin að færast nær samkomulagi.
Gallagher verður samningslaus á næsta ári og vill Chelsea því reyna að selja hann til að halda rekstrinum í jafnvægi.
Aston Villa og Tottenham hafa einnig sýnt áhuga á því að fá Gallagher í sumar, en Atlético leiðir baráttuna sem stendur.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vildi ekki útiloka neitt þegar hann var spurður út í framtíð Gallagher.
„Conor mun snúa aftur með okkur til Cobham. Hann verður þar næstu daga, en allt getur gerst á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. Það á við um alla leikmenn,“ sagði Maresca.
Athugasemdir