Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 31. júlí 2024 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dalvík/Reynir og ÍR skildu jöfn á Dalvík í Lengjudeildinni í kvöld í fjörugum leik. Fótbolti.net ræddi við Árna Frey Guðnason þjálfara ÍR eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

„Við byrjuðum mjög illa og svo fá þeir rautt spjald eftir tíu mínútur, við erum einum fleiri í 60-70 mínútur áður en Sæmi lætur reka sig útaf.  Það er svekkjandi að hafa ekki náð forystunni, þeir skora úr víti og við náum að jafna í lokin sem er gott," sagði Árni Freyr.

Nikola Kristinn Stojanovic leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks og Sæmundur Sven A Schepsky, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Ég sá fyrra rauða spjaldið mjög vel, það var beint fyrir framan okkur. Hann var óheppinn, fer með sólann rétt undir hnéið á honum seem ég held að sé rautt spjald," sagði Árni um brottrekstur Nikola.

„Það er 100% rautt spjald. Ef hann slær til hans eins og dómarinn segir. Ég sá það ekki því boltinn var einhvers staðar annars staðar. Hann dæmdi rautt og það verður bara að vera þannig," sagði Árni um brottrekstur Sæmundar.

ÍR-ingar sóttu í sig veðrið þeegar Sæmundur var rekinn af velli.

„Mér fannst það svolítið skrítið því mér fannst við vera slakastir rétt áður en við fáum rautt og eftir rauða spjaldið fáum við smá kraft og fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt," sagði Árni Freyr.


Athugasemdir
banner