Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   mið 31. júlí 2024 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dalvík/Reynir og ÍR skildu jöfn á Dalvík í Lengjudeildinni í kvöld í fjörugum leik. Fótbolti.net ræddi við Árna Frey Guðnason þjálfara ÍR eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

„Við byrjuðum mjög illa og svo fá þeir rautt spjald eftir tíu mínútur, við erum einum fleiri í 60-70 mínútur áður en Sæmi lætur reka sig útaf.  Það er svekkjandi að hafa ekki náð forystunni, þeir skora úr víti og við náum að jafna í lokin sem er gott," sagði Árni Freyr.

Nikola Kristinn Stojanovic leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks og Sæmundur Sven A Schepsky, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Ég sá fyrra rauða spjaldið mjög vel, það var beint fyrir framan okkur. Hann var óheppinn, fer með sólann rétt undir hnéið á honum seem ég held að sé rautt spjald," sagði Árni um brottrekstur Nikola.

„Það er 100% rautt spjald. Ef hann slær til hans eins og dómarinn segir. Ég sá það ekki því boltinn var einhvers staðar annars staðar. Hann dæmdi rautt og það verður bara að vera þannig," sagði Árni um brottrekstur Sæmundar.

ÍR-ingar sóttu í sig veðrið þeegar Sæmundur var rekinn af velli.

„Mér fannst það svolítið skrítið því mér fannst við vera slakastir rétt áður en við fáum rautt og eftir rauða spjaldið fáum við smá kraft og fengum svo mörg færi í lokin til að klára þennan leik að það er hálf hlægilegt," sagði Árni Freyr.


Athugasemdir
banner
banner