Argentínski miðjumaðurinn Matias Soule var í gær kynntur sem nýr leikmaður Roma á Ítalíu, en hann kemur frá Juventus fyrir 30 milljónir evra.
Soule hefur náð ágætis fótfestu á Ítalíu síðustu ár en það var á síðasta tímabili þar hann náð almennilegri aðlögun í Seríu A.
Hann hafði spilað 21 leik fyrir aðallið Juventus áður en hann var sendur til Frosinone á lán.
Þar gerði hann 11 mörk í 39 leikjum áður en hann snéri aftur til Juventus.
Síðustu vikur hefur Roma átt í viðræðum við Juventus um kaup á Soule og í gær var hann kynntur hjá Rómarliðinu. Kaupverðið er 26 milljónir evra og eru þá 4 milljónir í árangurstengdar greiðslur. Þá fær Juventus 10 prósent af endursöluvirði leikmannsins.
Soule skrifaði undir fimm ára samning við Roma.
???????? Matias Soulé ? 24-25 Away Kit ????
— AS Roma (@OfficialASRoma) July 30, 2024
Preordina la nuova maglia ora, disponibile dal 1 agosto ????
???? https://t.co/AV9xG1X94Q#ASRoma pic.twitter.com/aA8gElBn3b
Athugasemdir