Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Matias Soule til Roma (Staðfest)
Mynd: Roma
Argentínski miðjumaðurinn Matias Soule var í gær kynntur sem nýr leikmaður Roma á Ítalíu, en hann kemur frá Juventus fyrir 30 milljónir evra.

Soule hefur náð ágætis fótfestu á Ítalíu síðustu ár en það var á síðasta tímabili þar hann náð almennilegri aðlögun í Seríu A.

Hann hafði spilað 21 leik fyrir aðallið Juventus áður en hann var sendur til Frosinone á lán.

Þar gerði hann 11 mörk í 39 leikjum áður en hann snéri aftur til Juventus.

Síðustu vikur hefur Roma átt í viðræðum við Juventus um kaup á Soule og í gær var hann kynntur hjá Rómarliðinu. Kaupverðið er 26 milljónir evra og eru þá 4 milljónir í árangurstengdar greiðslur. Þá fær Juventus 10 prósent af endursöluvirði leikmannsins.

Soule skrifaði undir fimm ára samning við Roma.


Athugasemdir
banner
banner
banner