Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 31. október 2024 12:08
Elvar Geir Magnússon
Kallað eftir því að Gerrard verði rekinn - Færir æfingar svo hann geti horft á Liverpool leiki
Steven Gerrard, stjóri Al-Ettifaq.
Steven Gerrard, stjóri Al-Ettifaq.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn og sparkspekingar kalla eftir því að Steven Gerrard verði rekinn frá Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu eftir að liðið tapaði óvænt gegn B-deildarliði í bikarnum í gær.

Gerrard hefur verið stjóri Al-Ettifaq í sextán mánuði og fær 15,2 milljónir punda á ári. Hann stýrði liðinu í sjötta sæti á síðasta tímabili en núna situr það í túnda.

Liðið hefur ekki unnið deildarsigur síðan 14. september og ákveðnum lágpunkti var náð með 3-1 tapinu gegn Al-Jabalain í gær.

Einhverjir íþróttafréttamenn telja að Al-Ettifaq sökkvi neðar nema þjálfaraskipti verði gerð. Þá hefur Gerrard fengið gagnrýni frá stuðningsmönnum á samfélagsmiðlum en sagt er að hann kunni ekki að ná því besta út úr leikmannahópi sínum.

Það fór illa í marga stuðningsmenn þegar hann viðurkenndi að hann færði æfingar liðsins svo hann gæti horft á Liverpool spila í sjónvarpinu. Alls hefur Gerrard stýrt Al-Ettifaq í 46 leikjum, hann hefur skilað 17 sigrum og 14 jafnteflum en 15 leikir hafa tapast.
Athugasemdir
banner
banner