Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. júlí 2018 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Þjálfari umferða 1-9: Kveiki í passanum hennar
Þorsteinn Halldórsson - Breiðablik
Þorsteinn Halldórsson fagnar marki Blika í sumar.
Þorsteinn Halldórsson fagnar marki Blika í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, er þjálfari umferða 1-9 í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net. Breiðablik situr á toppi deildarinnar með 24 stig þegar deildin er hálfnuð en liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni það sem af er.

Þorsteinn segir það ekki koma sér á óvart að liðið sitt sé á toppi deildarinnar.

Varnarleikurinn að verða betri og betri
„Það kemur ekki beint á óvart. Liðið var að sýna framfarir í allan vetur, bæði sóknar- og varnarlega. Tók kannski styttri tíma að ná þessum styrk í spilamennskuna sem við vissum að væri í liðinu," sagði Steini og hélt áfram.

„Ég hef verið mjög sáttur í heildina með allt í leik liðins, auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna leik en við höfum verið heilt yfir mjög góð. Sóknarleikurinn verið góður frá byrjun og varnaleikurinn alltaf að verða betri og betri," sagði Þorsteinn en Breiðablik hefur skorað 21 mark og fengið á sig sex.

Það verða töluverðar breytingar á liðinu núna í byrjun ágúst þegar liðið missir fjóra leikmenn í háskólanám til Bandaríkjana. Þar á meðal besta leikmann fyrri umferðarinnar að mati Fótbolta.net, Selmu Sól Magnúsdóttur.

„Við munum ekki fá nýja leikmenn inn. Við tökum nokkra leikmenn til baka sem eru á láni vegna breytingana sem verða vegna háskólastelpnanna. Við missum Andreu Rán, Selmu Sól, Esther og Guðrúnu Gyðu," sagði Steini sem hræðist ekki breytingarnar.

„Ég hef enga trú að því að þetta muni hafa áhrif á okkur þó að við séum að missa góða leikmenn út. Þær sem fyrir eru fá stærra hlutverk og tækifæri til að sanna sig og þær munu standast það."

„Við stefnum á að vera efst eftir átján umferðir en það er langt í það enn og það fyrsta sem við þurfum að gera til að færast nær markmiðum okkar er að vinna næsta leik. Við lifum í núinu og einbeitum okkur að því. Getan er til staðar og vonandi verður sólríkur september í Kópavogi í haust," sagði Steini sem segir deildina í sumar hafa verið skemmtilega.

„Það er spenna bæði á botni og toppi og þannig á það að vera. Hún hefur skipst í tvo hluta eins og við var að búast fyrir mót og allar spár gerðu ráð fyrir."

Selma á bara eftir að verða betri
Eins og fyrr segir er Selma Sól Magnúsdóttir leikmaður Breiðabliks besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins af mati Fótbolta.net. Steini er virkilega ángður með hennar spilamennsku í sumar.

„Selma er búin að vera frábær í allt sumar. Hún byrjaði inni á miðri miðjunni hjá okkur og var mjög góð þar, ég færði hana svo á kantinn og þar hefur hún einnig blómstrað. Hún hefur þann eiginleika að getað spilað alls staðar á velllinum, veit samt ekki með markið, og skilað öllum leikstöðum vel. Selma á bara eftir að verða betri og hefur verið að taka miklum framförum síðastliðin tvö ár. Hún var í byrjunarliðinu hjá okkur þegar tímabilið 2016 var að hefjast en fótbrotnaði illa í leik tvö sem gerði það að verkum að það tímabil skilaði ansi fáum leikjum en hún náði nokkrum leikjum í lokin."

„Ég vona að flutningur hennar til Bandaríkjanna hjálpi henni að halda áfram að bæta sig ef það gerir það ekki mun ég kveikja í passanum hennar. Fyrir utan það að spila vel innan vallar er hún toppeintak utan vallar," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna að lokum við Fótbolta.net í dag.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-9
Athugasemdir
banner