Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Haukar 108 stig
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig
9. Haukar
Lokastaða í fyrra: Haukar enduðu í 8. sæti deildarinnar í fyrra með 25 stig. Eftir að hafa verið í mikilli fallbaráttu lengi vel enduðu Haukar mótið með miklum krafti og voru taplausir í síðustu fimm leikjum tímabilsins.
Þjálfarinn: Kristján Ómar Björnsson er að fara inn í sitt annað tímabil með Haukum en Kristján Ómar lék lengi vel með meistaraflokki félagsins. Hann tók við liðinu eftir að hafa þjálfað Álftanes eitt tímabil.
Styrkleikar: Eftir að hafa fengið á sig rúmlega tvö mörk að meðaltali í leik í fyrra hafa Haukar einblínt mikið á varnarleik sinn í vetur og gæti það orðið styrkleiki þeirra í sumar. Varnarlína liðsins frá því í fyrra er mikið breytt en þeir hafa endurheimt leikmenn eftir meiðsli ásamt því að fá til sín nýja leikmenn.
Veikleikar: Markaskorun gæti orðið hausverkur fyrir Hauka í sumar. Arnar Aðalgeirsson sem var markahæsti leikmaður liðsins í fyrra hefur verið meiddur í allan vetur og þá hefur liðið misst Elton Renato Livramento Barros sem var þeirra næstmarkahæsti leikmaður.
Lykilmenn: Ásgeir Þór Ingólfsson, Arnar Aðalgeirsson, Sean Da Silva
Gaman að fylgjast með: Fareed Sadat. Afganskur landsliðsmaður sem er fæddur árið 1998. Spilaði Evrópuleik gegn FH með finnska liðinu Lahti síðasta sumar. Skoraði þrennu gegn KFS í fyrstu umferð bikarkeppninnar og þetta er leikmaðurinn sem Haukar treysta á að skori mörkin fyrir sig í sumar.
Komnir:
Aron Elí Sævarsson frá Val á láni
Ásgeir Þór Ingólfsson frá Hönefoss
Gunnar Geir Baldursson frá Breiðabliki
Hafþór Þrastarson frá Selfossi
Sindri Þór Sigþórsson frá Fjölni
Frans Sigurðsson frá ÍBV
Sean Da Silva frá Trínidad og Tóbagó
Fareed Sadat frá FC Lahti frá Finnlandi
Farnir:
Gunnar Gunnarsson í Þrótt
Ísak Atli Kristjánsson í Fjölni (var á láni)
Aran Nganpanya í Þrótt V.
Alexander Helgason í Njarðvík
Elton Renato Livramento Barros í Keflavík
Gylfi Steinn Guðmundsson í ÍR
Haukur Ásberg Hilmarsson í KH
Hilmar Rafn Emilsson í KÁ
Fyrstu þrír leikir Hauka
5. maí Fjölnir - Haukar
11. maí Haukar - Víkingur Ó.
16. maí Fram - Haukar
Athugasemdir