Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. júlí 2019 10:15
Arnar Daði Arnarsson
Bára spáir í 12. umferð Pepsi Max-kvenna
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir (til vinstri).
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir Keflavík í dag.
Breiðablik mætir Keflavík í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson var með tvo rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sérfræðingur hjá Heimavellinum spáir í leikina að þessu sinni.

Breiðablik 4 - 1 Keflavík (14:00 í dag)
Breiðablik vann fyrri leik þessara liða 3-0 og fá nú að mæta Keflvíkingum á heimavelli. Eins og flestir vita er Breiðablik annað besta liðið á landinu um þessar mundir. Á meðan eru Keflavík nýliðar í deildinni þetta tímabilið. Þær eru þó með marga spræka og skemmtilega leikmenn innanborðs. En þær spila heldur djarft og varnarleikurinn mætti vera betri oft á tíðum, en þær geta verið mjög hættulegar sóknarlega. En ég held þó að Breiðablik verði ekki í neinum vandræðum og klári þennan leik 4-1 með mörkum frá Karólínu Leu, Öglu Maríu, Alexöndru og Berglindi Björg. Sveindís setur svo eitt fyrir Keflavík.

Þór/KA 1 - 3 ÍBV (15:30 í dag)
ÍBV er búið að bjóða upp á mjög misjafnar frammistöður í sumar. Þær töpuðu til dæmis 9-2 fyrir Breiðablik en unnu svo Keflavík í leiknum þar á eftir 3-2. Á meðan virðist ekki vera neitt lát á meiðslalista Þór/KA og í þokkabót eru Bianca og Sandra Mayor ekki með í næsta leik liðsins. Þór/KA tapaði líka frekar óvænt 3-0 fyrir Fylki í síðustu umferð og ég held að það verði því miður engin breyting þar á. ÍBV vinnur þennan leik 3-1. Þar verður Chloé Lacasse með tvö mörk og svo skorar Clara Sigurðardóttir eitt stykki, en Lára Kristín Pedersen klórar í bakkann fyrir Þór/KA.

KR 1 - 1 Fylkir (14:00 á morgun)
Þetta verður jafn leikur held ég. KR er komið í bikarúrslit eftir sigur á móti Þór/KA og Fylkir vann Þór/KA einnig í síðustu umferð. Þessi lið eru í 8 og 9 sæti með jafnmörg stig en Fylkir á þó leik til góða. Ég hugsa að þetta verði frekar passívur leikur. Það er stutt á milli liða neðarlega í töflunni og bæði lið þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda. Ég held að þessum leik muni ljúka með 1-1 jafntefli. Betsy skorar fyrir KR og Ída Marín mun skora fyrir Fylki.

Stjarnan 0 - 3 Valur (19:15 á þriðjudag)
Stjörnustelpur voru ekki búnar að skora mark í 6 leikjum í röð þegar þær hentu í 5 á móti HK/Víking í síðustu umferð. Á meðan eru Valsstelpur taplausar og hitt af tveimur lang bestu liðum mótsins í ár. Ég held að Valsliðið kippi Stjörnustelpum aftur niður á jörðina eftir síðasta leik og þær vinna örugglega 3-0. Hlín, Elín Metta og Dóra María skora þessi mörk.

Selfoss 1 - 2 HK/Víkingur (19:15 á þriðjudag)
Selfoss er búið að vera á mikilli siglingu og Hólmfríður er búin að koma vel inn í síðustu leikjum og Magdalena virðist vera farin að minna hressilega á sig. Þær hafa verið á sigurbraut en töpuðu svo fyrir breiðablik í síðustu umferð. Á meðan er HK/Víkingur búin að vera í brasi og miklar hræringar að eiga sér stað. En liðið átti hörkuleik á móti Keflavík þar sem þær voru óheppnar að hirða ekki öll þrjú stigin og svo fengu þær skell á móti Stjörnunni í síðustu umferð. Ég held að Stjörnuleikurinn hafi vakið HK/Víking og þær munu klára Selfoss 2-1 í baráttuleik.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Guðrún Arnardóttir (3 réttir)
Gunnar Borgþórsson (2 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner