
,,Stigin eru í höfn, þetta voru ekki fallegustu stig í heimi en aðstæðurnar voru ofboðslega erfiðar fyrir bæði lið," sagði Viðar Sigurjónsson þjálfari Þór/KA eftir 1-2 sigur á Grindavík í miklu roki á Grindavíkurvelli í kvöld.
,,Á köflum var þetta nánast spurning um hvorum megin boltinn myndi detta inn undan vindinum í sitthvorum hálfleiknum. En stigin eru í höfn og það var það sem við þurfum til að koma okkur vonandi á beinu brautina," bætti hann við.
Shaneka Gordon kom Grindavík yfir í fyrri hálfeiknum en það var sjötta markið sem Þór/KA fær á sig í fyrstu tveimur umferðunum án þess að skora. En var ekki sjokk að fá á sig þetta mark?
,,Það var mikið sjokk, það er engin spurning um það, eðlilega vorum við að sækja meira undan vindinum svo þetta var erfitt, það var raunverulega erfiðara ef eitthvað var að sækja undan vindinum. Það var það mikið rok að það var nánast vonlaust að stinga inn og ná þeim bolta."
Nánar er rætt við Viðar í sjónvarpinu að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um rútuferð liðsins í bæinn í morgun og meiðsli þriggja leikmanna liðsins sem urðu að fara af velli í kvöld.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |