Eddie Howe, stjóri Newcastle United, segist leiður yfir því hvernig mál hafa þróast með Alexander Isak sem vill ólmur ganga í raðir Newcastle. Howe mætti á fréttamannafund í morgun og miðað við orð hans virðist líklegt að Isak muni enda hjá Liverpool.
Isak gaf út yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sakaði Newcastle um að hafa svikið loforð. Newcastle svaraði með annarri yfirlýsingu og hafnaði ásökununum.
Félagaskiptaglugganum verður lokað 1. september og Isak krefst þess að vera seldur til Liverpool áður en það gerist.
Isak gaf út yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sakaði Newcastle um að hafa svikið loforð. Newcastle svaraði með annarri yfirlýsingu og hafnaði ásökununum.
Félagaskiptaglugganum verður lokað 1. september og Isak krefst þess að vera seldur til Liverpool áður en það gerist.
„Hann verður ekki hluti af hópnum," sagði Howe á fréttamannafundi en Newcastle mætir einmitt Liverpool á mánudag.
„Það virðist sem þetta mál muni klárast bráðlega. Félagið verður að hugsa um eigin hagsmuni en ég held að við munum ekki geta komið út úr þessu máli sem sigurvegarar."
„Það er sorglegt hvernig þetta hefur þróast. Þetta þurfti ekki að fara út í yfirlýsingar um mál sem á bara að ræða bak við tjöldin. Það er erfitt að þurfa að eyða hverjum fréttamannafundinum á fætur öðrum í að tala um þetta mál en ekki fótboltann. Leikmenn hafa gert mjög vel í að hugsa ekki um þetta en þetta er truflandi."
„Ef Isak ætlar að spila fyrir Newcastle aftur þarf hann að gera það af heilum hug. Hver einn og einasti leikmaður sem fer í treyjuna og stígur út á völlinn þarf að gefa sig allan í verkefnið. Þessi yfirlýsing hans var vonbrigði, þetta er eitthvað sem á að ræða augliti til auglitis við félagið en ekki opinberlega. Félagið taldi sig þurfa að svara en mér fannst þetta bara sorglegt."
Liverpool hafði áður boðið 110 milljónir punda fyrir Isak, en Newcastle hafnaði boðinu. Liverpool bindur enn vonir við það að fá sænska sóknarmanninn fyrir gluggalok.
Athugasemdir