Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fös 22. ágúst 2025 10:40
Elvar Geir Magnússon
Villi Alvar dæmir toppslag Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, sem Fótbolti.net valdi dómara ársins í fyrra, mun dæma toppslag Lengjudeildarinnar á morgun þegar tvö efstu liðin, Þór og Njarðvík, eigast við í Boganum.

Það er feikileg spenna í Lengjudeildinni og Njarðvík er með eins stigs forystu á Þór sem er í öðru sæti.

Efsta liðið fer beint upp en liðin í 2. - 5. sæti fara í umspilið fræga sem endar með úrslitaleik á Laugardalsvelli.

19. umferðin verður öll leikin á morgun en hér má sjá hverjir dæma leikina:

laugardagur 23. ágúst
14:00 Þróttur R.-Selfoss (Gunnar Freyr Róbertsson)
14:00 Leiknir R.-ÍR (Ívar Orri Kristjánsson)
14:00 Grindavík-Fylkir (Jens Elvar Sævarsson)
14:00 Fjölnir-HK (Pétur Guðmundsson)
16:00 Þór-Njarðvík (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
17:00 Keflavík-Völsungur (Elías Ingi Árnason)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir