Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að landa markverði?
Senne Lammens.
Senne Lammens.
Mynd: Antwerp
Manchester United er í viðræðum um kaup á belgíska markverðinum Senne Lammens.

Þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Romano segir að persónulegt samkomulag sé nánast í höfn á milli Man Utd og markvarðarins.

Það er mikill áhugi á Lammens en United vonast til að landa honum frá Antwerp.

Lammens er 23 ára gamall og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Belgíu. Undanfarin misseri hefur hann verið besti markvörður belgísku deildarinnar með Antwerp.

Andre Onana, Altay Bayindir og Tom Heaton eru allir á mála hjá Man Utd en það eru efasemdir um að þeir séu nægilega góðir. Onana var mjög mistækur á síðasta tímabili og Bayindir gerði slæm mistök í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Arsenal.

Gianluigi Donnarumma hefur líka verið orðaður við Man Utd en Lammens kemur til með að vera mun ódýrari kostur en ítalski landsliðsmarkvörðurinn.


Athugasemdir
banner
banner