Móðir miðjumannsins Adrien Rabiot hjá Marseille gagnrýnir meðhöndlun franska félagsins á syni sínum. Rabiot fær ekki að æfa með liðinu eftir að hann lenti í slagsmálum við liðsfélaga.
Rabiot og Jonathan Rowe lentu í deilum í klefanum sem enduðu með handalögmálum og kalla þurfti á öryggisverði til að skilja þá að. Rabiot og Rowe mega ekki æfa með Marseille og hefur verið sagt að finna sér ný félög.
Rabiot og Jonathan Rowe lentu í deilum í klefanum sem enduðu með handalögmálum og kalla þurfti á öryggisverði til að skilja þá að. Rabiot og Rowe mega ekki æfa með Marseille og hefur verið sagt að finna sér ný félög.
„Þetta getur ekki verið bara út af þessum slagsmálum. Hann hefur gert svo mikið fyrir félagið en svona kemur það fram við hann. Adrien er ekki reiður en mjög vonsvikinn. Ef einhver hefur verið svikinn er það Adrien," segir Veronique Rabiot, umboðsmaður og móðir leikmannsins.
„Ég hélt að það versta hefði gerst hjá PSG en ég hafði rangt fyrir mér. Það yrði katastrófa ef hann myndi ekkert spila á tímabilinu. Við höfum gengið í gegnum þetta áður og munum ekki gera það aftur."
Hún Veronique er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum en þegar Rabiot var hjá PSG sagði hún að hann væri fangi hjá félaginu og sakaði það um að halda honum í gíslinug.
Veronique segir að Rabiot eigi skilið að fá annað tækifæri og nefnir sem dæmi Mason Greenwood en enski sóknarmaðurinn er hjá félaginu eftir að hafa verið ákærður fyrir ofbeldi og kynferðisbrot.
„Þegar Mason Greenwood skrifaði undir eftir að hafa beitt kærustu sína ofbeldi þá sagði Roberto De Zerbi (stjóri Marseille) að hann ætti skilið að fá annað tækifæri. Ég er sammála því að manneskjur eigi að fá annað tækifæri, en á það ekki líka að gilda um son minn?" segir Veronique.
Pablo Longoria, forseti Marseille, segir að slagsmálin milli Rowe og Rabio hafi verið mjög ofbeldisfull og langt frá því að vera ásættanleg. Félagið hafi þurft að bregðast við með sína hagsmuni að leiðarljósi. Rowe virðist á leið til Bologna en framtíð Rabiot er í óvissu.
Athugasemdir