Ekki byrjar tímabilið vel hjá Cole Palmer. Hann átti erfiðan leik gegn Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og er núna í stríði við franska vínekru.
Palmer er ein stærsta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar en hann er þekktur fyrir gælunafnið sitt ''Cold Palmer'' og fagnið sem kemur með því - þar sem honum þykist vera kalt er hann fagnar marki.
Í nóvember í fyrra sótti Palmer um vörumerki á nafni sínu, gælunafni, andliti sínu, undirskrift og fagni.
Hann ætlaði sér að gera það til að selja ýmis varning svo sem fót, skó, ilmvatn, leikföng og fleira.
Chateau Palmer, vel þekkt vínekra í suðvestur Frakklandi, hefur hins vegar ákveðið að fara í baráttu við Palmer. Hluti af umsókn Palmer um vörumerki felur í sér áfenga drykki og telur Chateau Palmer hættu á ruglingshættu milli neytenda.
Athugasemdir