,,Við vorum óvenju góðir fannst mér og áttum alveg jafn mikið í þessum leik eins og þeir," sagði Bjarki Baldvinsson leikmaður Völsungs í samtali við Fótbolta.net eftir 2-1 tapa fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 32 liða úrslitum Valitors bikarsins.
Bjarki átti frábæran leik á miðjunni hjá Völsungi en fór reyndar illa með gott færi í fyrri hálfleik.
,,Ég tek þetta á mig, ég var alveg eins og hálfviti þarna að taka eitthvað utanfótar. Svo áttum við líka í síðari hálfleik. Við áttum fleiri opin færi heldur en þeir."
,,Við vorum að sækja í endann og þeir áttu ekki séns, Íslandsmeistararnir voru farnir að tefja."
Nánar er rætt við Bjarka í sjónvarpinu hér að ofan.