,,Andleysi, algert," sagði Tómas Ingi Tómasson þjálfari HK í samtali við Fótbolta.net eftir 3-4 fyrir KA á heimavelli í dag.
Eftir að hafa lennt undir snemma leiks komst HK í 3-1 í fyrri hálfleik en KA menn settu þrjú í þeim síðar.
,,Við fáum mark á okkur eftir tvr mínútur sem er sofanda háttur og svo komum við inn í þetta og gerum vel fram að hálfleik."
,,Svo ákváðum við að við séum drullu góðir sem er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt. Förum út og eigum möguleika á að klára leikinn en klárum það ekki."
Nánar er rætt við Tómas í sjónvarpinu hér að ofan.