
Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks hefði viljað fá öll stigin úr leiknum í kvöld, er Stjarnan heimsótti Breiðablik í 6.umferð Pepsi-deildar kvenna.
Þetta var ekki sanngjarnt, við áttum að vinna þennan leik. Við nýttum ekki alveg tækifærin okkar og svo teljum við að jöfunarmarkið hjá Stjörnunni hafi verið ólöglegt. Markmaðurinn okkar er hindraður á línunni og kemst þar af leiðandi aldrei út í boltann og fyrst það var búið að dæma á samskonar atvik í fyrri hálfleik þá hefði dómarinn átt að flauta," sagði Hlynur sem var heilt yfir nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá liðinu.
,,Heilt yfir er ég ánægður með spilamennskuna hjá liðinu, þetta var fyrst og fremst mikil barátta og tvö hörkugóð lið en ég tel samt sem áður að við höfðum verið ofan á, í þessum leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir