,,Við byggjum ofan á þetta og náttúrulega frábært að halda hreinu og skora loksins hérna á Vilhjálmsvelli," sagði Birkir Pálsson, leikmaður Hattar eftir 2-0 sigur á KA í gær.
,,Það var kominn tími á það. Við börðumst alveg eins og ljón allir saman og vorum búnir að tala um það eftir síðasta leik, þar sem við duttum niður í síðari hálfleik þannig þetta var liðsheildin."
,,Eins og alltaf þá förum við inn í alla leiki til að vinna. Runi stóð sig mjög vel í kvöld og kom inn á fyrir Elvar sem sem meiddist og Runi náttúrulega að koma úr meiðslum, þannig hann stóð sig mjög vel," sagði Birkir að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir