„Allir íþróttamenn sem sýna þennan karakter eiga að fá að sjúga karamelluna. Svo þegar við hittumst á morgun þá er fullur fókus á næsta verkefni," sagði Ólafur Kristjánsson," þjálfari Breiðabliks eftir magnaðan leik á Hlíðarenda í kvöld.
Breiðablik vann 4-3 útisigur á Val eftir að hafa lent manni færri og 3-1 undir í leiknum.
Breiðablik vann 4-3 útisigur á Val eftir að hafa lent manni færri og 3-1 undir í leiknum.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 4 Breiðablik
„Þegar við jöfnuðum var spurning hvort við ættum að þétta vörnina en okkur fannst mómentið vera þannig að það væri ástæða til að taka ekki bara loftið úr þeim heldur setjast á þá og kremja þá. Það var svo mikill andi í liðinu að ég hafði litlar áhyggjur. Þetta var hörkuframmistaða."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir