Sigurður Egill Lárusson er efnilegasti leikmaður 2. deildar karla 2012
,,Þetta kom mér mjög mikið á óvart," sagði Sigurður Egill Lárusson leikmaður Víkings Reykjavík sem var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildar karla á hófi Fótbolta.net á Úrillu Górillunni í gærkvöldi en fyrirliðar og þjálfarar velja.
,,Ég er náttúrulega með Óla Þórðar sem þjálfara. Hann er mjög góður," sagði Sigurður Egill. ,,Ég er búinn að þroskast mikið sem leikmaður hjá Óla."
Víkingur Reykjavík hefur fallið í skuggann af nöfnum sínum í Ólafsvík sem eru komnir í Pepsi-deildina.
,,Þeir eru með mjög gott lið en við unnum þá samt í fyrri umferðinni og gerðum jafntefli í seinni. Það verður að teljast nokkuð gott."
Sigurður Egill hefur sagt upp samningi sínum við Víking en hvað er framhaldið hjá honum?
,,Ég er bara að skoða mín mál. Það verður bara að koma í ljós. Ég er bara í samningaviðræðum eins og er en það kemur í ljós í næstu viku hvað ég geri."
Athugasemdir