Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. október 2012 14:39
Magnús Már Einarsson
Yfirlýsing Arons: Ekki fyrirliða íslenska landsliðsins sæmandi
Magnús Már Einarsson skrifar frá Albaníu
Voltaren
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sinna á Fótbolta.net í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars um Albaníu sem Ísland spilar við í kvöld: ,,Þessi þjóð er ekki upp á marga fiska en þetta er upplifelsi," og „Það er mikil fátækt í þessu landi og þetta eru mest megnis glæpamenn."

Aron hafði fyrr í dag sent yfirlýsingu vegna málsins á Twitter en birtir nú á Fótbolta.net lengri yfirlýsingu vegna málsins.

Yfirlýsing Arons Einars Gunnarssonar:
,,Ég, Aron Einar Gunnarsson, vil koma eftirfarandi á framfæri.

Mér urðu á mikil mistök í viðtali við fótbolta.net þar sem ég lét hafa eftir mér afar óviðeigandi og ósönn ummæli í eintómum kjánaskap. Ég hef enga afsökun og sé mjög eftir þessu.

Albanía og albanska þjóðin er rík af sögu og menningu og fyrir því á að bera virðingu. Vil ég hér með biðjast auðmjúklega afsökunar á þessum ummælum, sem eru ekki fyrirliða íslenska landsliðsins sæmandi.

Ég mun læra af þessari reynslu og gera betur í framtíðinni, fyrir Ísland og íslenska knattspyrnu.

Með vinsemd og virðingu,
Aron Einar Gunnarsson"

Athugasemdir
banner
banner