PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   fös 02. nóvember 2012 19:28
Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic ráðinn aðstoðarþjálfari Víkings
Milos Milojevic verður aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar.
Milos Milojevic verður aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari 1. deildarliðs Víkings.

Milos verður aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar með liðið.

Hann hefur undanfarið stýrt 3. flokki karla hjá félaginu og náð góðum árangri.

Milos var áður leikmaður hjá Víkingum en hætti eftir tímabilið 2011. Hann tók fram skóna og spilaði tvo leiki með liðinu í 1. deildinni í sumar þegar liðið var í vandræðum.

Hann verður ekki spilandi hjá Víkingum næsta sumar.

Hann kom hingað til lands árið 2006 og lék fyrst með liðum Hamars og Ægis til ársins 2010 þegar hann fór í Víking.
Athugasemdir
banner
banner