Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 22. apríl 2016 16:00
Magnús Már Einarsson
Fannar Ólafsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Fannar Ólafsson í leik fyrir nokkrum árum.
Fannar Ólafsson í leik fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Fannar hefur trú á sínum mönnum í Arsenal.
Fannar hefur trú á sínum mönnum í Arsenal.
Mynd: Getty Images
Gerir Gylfi toppliði Leicester erfitt fyrir?
Gerir Gylfi toppliði Leicester erfitt fyrir?
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi fyrir viku.

Fannar Ólafsson hefur slegið í gegn í þáttunum körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í vetur. Hann spáir í leikina að þessu sinni en um er að ræða samtals tíu leiki í úrvalsdeildinni, enska bikarnum og Championship.



Man City 3 - 0 Stoke (11:45 á morgun)
City er að fara að taka þennan leik auðveldlega, þrátt fyrir að vera ekki með sitt sterkasta lið vegna Meistaradeildar . Stoke búið að vera með allt lóðbeint niður um sig í síðustu leikjum.

Aston Villa 0 - 2 Southampton (14:00 á morgun)
Þetta er ekki spurning. AV fallið og Southampton verður að vinna til að vera í baráttunni um Evrópudeildarsæti. Ronni K tekur þetta.

Bournemouth 1 - 0 Chelsea (14:00 á morgun)
Chelsea hefur að engu að keppa en Bournemouth sem nýliðar verði hugsanlega hitt spútnikliðið á eftir Leicester. Bournmouth vann Chelsea á Stamford fyrr í vetur þannig að þeir eru að fara að taka þetta.

Liverpool 0 - 2 Newcastle (14:00 á morgun)
Liverpool er að fara að tapa þessum leik. Voru að spila í fyrradag og eru með fullt af mönnum í meiðslum. Neyðin kennir naktri konu að spinna hjá Benitez og þeir klára þetta.

Sunderland 0 - 4 Arsenal (13:05 á sunnudag)
Mitt lið Arsenal er að fara að klára á kunnulegum stað í 3-4 sæti deildarinnar. Þeir eru ólmir í að tryggja meistaradeildina og það verður ekkert bull í gangi þarna. Sunderland er að fara að falla.

Leicester 0 - 1 Swansea (15:15 á sunnudag)
Okkar maður Gylfi Sigurðsson er að fara eyðileggja öskubuskuævintýri Leicester. Mikið af erfiðum leikjum framundan hjá þeim þannig að brekkan verður bara brattari eftir þetta tap. Vardy er í banni og það er allt of stór biti fyrir félagið að kyngja. Gylfi setur einn í hægri sammarann á 63. mín.

Tottenham 3 - 0 WBA (19:00 á mánudag)
Ég held að markatalan sé of lág, hugsanlega tekur Tottenham þetta með 5 mörkum. Tottenham er að fara að stíga stórt skref í átt að þeim stóra.

Enski bikarinn - Undanúrslit

Everton 0 - 2 Man Utd (16:15 á morgun)
Everton er með 10 leikmenn meidda sem eru eiginlega allt varnarmenn og svo er Argentínska undrið í banni þannig að Man U klárar þetta og mun að lokum standa uppi með einn stóran titil eftir stormasamt tímabil.

Crystal Palace 0 - 0 Watford (15:00 á morgun)
Þetta fer í vítaspyrnukeppni sem Watford vinnur. Þeir hafa X factorinn í Gomes sem klárar þetta fyrir þá.

Championship

Middlesbrough 1-0 Ipswich (14:00 á morgun)
Middlesbrough tekur þetta á sjálfsmarki á lokasekúndum.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Bogi Ágústsson (5 réttir)
Hannes Þór Halldórsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Haraldur Örn Hannesson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (4 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sóli Hólm (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner