Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Hugarburðarbolti GW 37 Lokaleikur í Liverpool !
Tveggja Turna Tal - Jóhann Kristinn Gunnarsson
Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Uppbótartíminn - Valur að ganga í gegnum dimman dal
Enski boltinn - Besti dagur lífsins og Sunderland í dauðafæri
Betkastið - Heiðar Helguson & Oliver Heiðarsson
Útvarpsþátturinn - Meistarar slegnir út og Arnór Gauti gestur
Grasrótin - 2. umferð, Vogarnir í stuði og 4. deild farin af stað
Tveggja Turna Tal - Samantha Smith
Hugarburðarbolti GW 36 Man Utd og Tottenham í 16 og 17 sæti!
Leiðin úr Lengjunni - Keflvíkingar brjálaðir og Grindvíkingar snúa heim
Tveggja Turna Tal - John Andrews
Betkastið - Upphitun 4&5.deild
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao
Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!
   mán 16. maí 2016 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Baldur Sig: Sýni KR virðingu í fyrsta leik
Baldur í leik gegn Valsmönnum.
Baldur í leik gegn Valsmönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Frá því að ég kom í klúbbinn hefur verið tekið vel á móti mér. Ég vissi það þegar ég kom í Stjörnuna eftir vonbrigðatímabilið í fyrra myndu þeir leggja allt í sölurnar og vera andlega klárir í þetta," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar. Garðabæjarliðið trónir á toppi Pepsi-deildarinnar.

Baldur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

Baldur gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið en breiddin í leikmannahópnum hefur mikið verið í umræðunni í upphafi móts.

„Allt umtalið fer fram fyrir utan okkar hóp. Veigar svaraði þessu mjög vel þegar hann sagði við værum mjög vel samstilltir. Stjarnan er með fullan hóp af mönnum með Stjörnuhjarta og þá eru menn tilbúnir að taka sínu hlutverki og vinna saman fyrir liðið. Menn eru að sýna það í verki."

Í viðtalinu ræddi Baldur um feril sinn í atvinnumennsku og þá ákvörðun sína að fara í Stjörnuna. Einnig svaraði hann Tíunni sem eru spurningar úr ýmsum áttum.

Stjarnan heimsækir KR á morgun og ætlar Baldur, sem átti sigursæl ár í Vesturbænum, ekki að fagna ef hann skorar í leiknum. Það verður þó annað uppi á teningnum þegar liðin eigast við í seinni umferðinni.

„Ég hef sterkar skoðanir á þessu. Maður sýnir virðingu í fyrsta leik, sem er bara virðing við stuðningsmenn KR og alla hjá félaginu. Við áttum góða tíma saman. Eftir það er ég bara orðinn Stjörnumaður og sýni þeim virðingu með því að fagna með samherjum og stuðningsmönnum liðsins," segir Baldur en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Leikirnir framundan í Pepsi:

mánudagur 16. maí
17:00 Fylkir-ÍBV (Floridana völlurinn)
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
20:00 Víkingur Ó.-ÍA (Ólafsvíkurvöllur)

þriðjudagur 17. maí
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Þróttur R.-Breiðablik (Þróttarvöllur)
20:00 KR-Stjarnan (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner