„Frá því að ég kom í klúbbinn hefur verið tekið vel á móti mér. Ég vissi það þegar ég kom í Stjörnuna eftir vonbrigðatímabilið í fyrra myndu þeir leggja allt í sölurnar og vera andlega klárir í þetta," segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar. Garðabæjarliðið trónir á toppi Pepsi-deildarinnar.
Baldur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.
Baldur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.
Baldur gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið en breiddin í leikmannahópnum hefur mikið verið í umræðunni í upphafi móts.
„Allt umtalið fer fram fyrir utan okkar hóp. Veigar svaraði þessu mjög vel þegar hann sagði við værum mjög vel samstilltir. Stjarnan er með fullan hóp af mönnum með Stjörnuhjarta og þá eru menn tilbúnir að taka sínu hlutverki og vinna saman fyrir liðið. Menn eru að sýna það í verki."
Í viðtalinu ræddi Baldur um feril sinn í atvinnumennsku og þá ákvörðun sína að fara í Stjörnuna. Einnig svaraði hann Tíunni sem eru spurningar úr ýmsum áttum.
Stjarnan heimsækir KR á morgun og ætlar Baldur, sem átti sigursæl ár í Vesturbænum, ekki að fagna ef hann skorar í leiknum. Það verður þó annað uppi á teningnum þegar liðin eigast við í seinni umferðinni.
„Ég hef sterkar skoðanir á þessu. Maður sýnir virðingu í fyrsta leik, sem er bara virðing við stuðningsmenn KR og alla hjá félaginu. Við áttum góða tíma saman. Eftir það er ég bara orðinn Stjörnumaður og sýni þeim virðingu með því að fagna með samherjum og stuðningsmönnum liðsins," segir Baldur en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Leikirnir framundan í Pepsi:
mánudagur 16. maí
17:00 Fylkir-ÍBV (Floridana völlurinn)
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
20:00 Víkingur Ó.-ÍA (Ólafsvíkurvöllur)
þriðjudagur 17. maí
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Þróttur R.-Breiðablik (Þróttarvöllur)
20:00 KR-Stjarnan (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir