
EM-Innkastið er hljóðvarpsþáttur sem Fótbolti.net sendir út frá Frakklandi á meðan EM er í gangi. Þátturinn er nær daglega á meðan Ísland er með á mótinu.
Sex íslenskir fjölmiðlamenn voru staddir í Saint-Etienne í gær til að fjalla um leik Englands og Slóvakíu í B-riðli.
Þar af voru Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson sem ræða saman í EM-Innkastinu að þessu sinni.
Innkastið er tekið upp í ferðalagi til Parísar þar sem Ísland mætir Austurríki í gríðarlega mikilvægum leik á morgun. Leik sem ræður úrslitum um hvort íslenska liðið komist upp úr riðli sínum.
Rætt er um enska liðið, stuðningsmenn þeirra, Jack Wilshere, möguleika Íslands, hvað gerist ef Aron Einar verður ekki til í slaginn og fleira í EM-Innkasti dagsins.
Sjá einnig:
Hlustaðu á EM-Innkastið gegnum Podcast-forrit
EM-Innkastið:
1. þáttur: Læti í Frakklandi
2. þáttur: Messi betri en Ronaldo
3. þáttur: Næturrúta eftir svakalegan leik
4. þáttur: Ronaldo landkynning fyrir Ísland
5. þáttur: Svekktir eftir 1-1 tap
6. þáttur: Hvar á stjarnan að spila?
Athugasemdir