Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 14. september 2016 21:38
Elvar Geir Magnússon
Ingó Sig: Leitt að heyra „geðsjúklingurinn þinn"
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KH.
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KH.
Mynd: Facebook-síða KH
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KH, varð var við ansi óvönduð ummæli af varamannabekk mótherja sinna í kvöld.

KFG vann KH í úrslitakeppni 4. deildar í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 3. deild.

Ingólfur segir frá því á Twitter að hann hafi heyrt „geðsjúklingurinn þinn" í sinn garð af varamannabekk Garðabæjarliðsins.

„Reynum að hafa þetta leik án fordóma" segir Ingólfur sem opnaði sig 2014 um glímu sinni við geðsjúkdóm. Ingólfur hefur glímt við kvíðaröskun sem hefur haft mikil áhrif á líf hans.



Færslan hefur skiljanlega vakið mikla athygli á Twitter en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KH ákveðið að tilkynna um þetta leiðindamál til KSÍ.

„Ömurlegt að heyra þetta. Það þarf að greinilega að upplýsa fleiri þótt þú hafir rutt þá braut einstaklega vel," skrifar Garðbæingurinn Haukur Þorsteinsson í svari til Ingólfs.

Þá segir fótboltaþjálfarinn Þorlákur Árnason: „Some people never go crazy. What truly horrible lives they must live. Bukowski."

„Afskaplega sorglegt að menn séu ekki upplýstari en þetta árið 2016.." skrifar handboltamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson.

Sjá einnig:
Viðtal frá 2014 við Ingólf um glímuna við geðsjúkdóm
Athugasemdir
banner
banner
banner