Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   lau 01. október 2016 17:30
Elvar Magnússon
Bestur 2016: Myndi hlaupa í gegnum vegg fyrir þá
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristinn Freyr með viðurkenningarskjöldinn eftir að hafa verið valinn bestur í deildinni af Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 ÍA

Fótbolti.net valdi Kristinn Frey Sigurðsson úr Val leikmann ársins í Pepsi-deild karla fyrir frammistöðuna í sumar.

Kristinn Freyr var frábær á miðjunni hjá Val í sumar og fékk silfurskó adidas fyrir að skora 13 mörk í deildinni, einu marki minna en Garðar Gunnlaugsson sem fékk gullskóinn.

En hvað er framhaldið hjá Kristni Frey sem er samningslaus eftir tímabilið?

„Nú veit ég ekkert hvað er að fara að gerast. Það verður bara að koma í ljós," sagði Kristinn við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur á ÍA í dag.

„Ég get ekkert sagt því ég veit ekkert sjálfur," bætti hann við en hugur hans leitar erlendis ef eitthvað býðst þar.

En hvað gerist ef Kristinn verður áfram á Íslandi, verður hann þá áfram með Val?

„Ég væri svo sannarlega til í að spila með Val. Að sjálfsögðu. Sérstaklega ef Óli og Bjössi verða áfram, ef þeir myndu biðja mig að hlaupa í gegnum vegg þá myndi ég sennilega reyna það. Að sjálfsögðu er ég opinn fyrir að skrifa undir hjá Val en það er annað sem er í forgangi hjá mér eins og er."

Sjá einnig:
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner
banner