Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr með viðurkenningarskjöldinn eftir að hafa verið valinn bestur í deildinni af Fótbolta.net.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 0 ÍA
Fótbolti.net valdi Kristinn Frey Sigurðsson úr Val leikmann ársins í Pepsi-deild karla fyrir frammistöðuna í sumar.
Kristinn Freyr var frábær á miðjunni hjá Val í sumar og fékk silfurskó adidas fyrir að skora 13 mörk í deildinni, einu marki minna en Garðar Gunnlaugsson sem fékk gullskóinn.
En hvað er framhaldið hjá Kristni Frey sem er samningslaus eftir tímabilið?
„Nú veit ég ekkert hvað er að fara að gerast. Það verður bara að koma í ljós," sagði Kristinn við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur á ÍA í dag.
„Ég get ekkert sagt því ég veit ekkert sjálfur," bætti hann við en hugur hans leitar erlendis ef eitthvað býðst þar.
En hvað gerist ef Kristinn verður áfram á Íslandi, verður hann þá áfram með Val?
„Ég væri svo sannarlega til í að spila með Val. Að sjálfsögðu. Sérstaklega ef Óli og Bjössi verða áfram, ef þeir myndu biðja mig að hlaupa í gegnum vegg þá myndi ég sennilega reyna það. Að sjálfsögðu er ég opinn fyrir að skrifa undir hjá Val en það er annað sem er í forgangi hjá mér eins og er."
Sjá einnig:
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir