Neil Warnock, stjóri Cardiff, er ósáttur við að Aron Einar Gunnarsson sé í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Tyrklandi og Kosóvó.
Aron er tognaður á rassvöðva og var ekki með Cardiff gegn Leeds í vikunni. Hann verður heldur ekki með gegn Derby um helgina.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi í gær að Aron sé tæpur fyrir leikina mikilvægu gegn Tyrklandi og Kosóvó en þeir skera úr um möguleika Íslands á sæti á HM.
Aron er tognaður á rassvöðva og var ekki með Cardiff gegn Leeds í vikunni. Hann verður heldur ekki með gegn Derby um helgina.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi í gær að Aron sé tæpur fyrir leikina mikilvægu gegn Tyrklandi og Kosóvó en þeir skera úr um möguleika Íslands á sæti á HM.
„Gunnars fer til Íslands því þeir vilja að læknalið sitt skoði hann. Við erum ekki mjög ánægðir með það," sagði Warnock á fréttamannafundi í dag.
„Ég á ekkert val í þessu. Þeir vilja sjá hann. Ég er viss um að þeir reyna að láta hann spila á öðrum fætinum því að hann er þannig gerður en ég yrði virkilega svekktur ef það yrði niðurstaðan."
„Ég er búinn að segja Gunnars hvað mér finnst um stöðuna. Hann er fyrirliði en ef hann rífur vöðvann algjörlega þá er þetta ekki gott fyrir hann því hann er að verða samningslaus."
„Hann mun spila á öðrum fætinum því að þetta eru mikilvægir leikir og ég skil hvað þjálfarinn þeirra meinar. Skoðunin sem hann fór í lýgur hins vegar ekki. Læknirinn okkar er búinn að tala við lækninn þeirra og þeir verða að horfa á stærri mynd í þessu."
Warnock telur að Aron geti verið klár í slaginn eftir tvær vikur en hann vill ekki sjá það að leikmaðurinn spili landsleikina.
„Það er ekki langt í hann. Hann verður klár eftir landsleikjahléið en ef hann er ekki klár fyrir leikinn á laugardag (á morgun) þá er of mikið fyrir hann að spila strax stórleik. Ég tel að hann eigi ekki að ferðast í leikina," sagði Warnock.
Hótar að láta KSÍ borga launin
Warnock hefur hótað því að KSÍ þurfi að greiða laun Arons ef hann spilar og meiðist meira.
„Þetta eru rosalega mikilvægir leikir fyrir þá en ef hann spilar í þeim þá verðum við mjög pirraðir. Við ætlum að senda allar læknaskýrslur til þeirra og ef þeir ákveða að láta hann spila eftir að hafa séð skýrslurnar þá viljum við skriflegt samkomulag um að þeir borgi launin hans. Ég sé ekki af hverju við ættum að taka áhættu með hann."
Athugasemdir



