
Á morgun mun Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, opinbera sinn fyrsta landsliðshóp. Framundan eru tveir fyrstu leikir Íslands í Þjóðadeildinni, gegn Sviss ytra þann 8. september og svo gegn Belgíu heima þann 11. september.
Þetta eru þjóðirnar þrjá sem skipa einn af riðlunum í hinni nýrru Þjóðadeild UEFA en í spilaranum hér að ofan má sjá nýtt utskýringarmyndband varðandi keppnina.
Þetta eru þjóðirnar þrjá sem skipa einn af riðlunum í hinni nýrru Þjóðadeild UEFA en í spilaranum hér að ofan má sjá nýtt utskýringarmyndband varðandi keppnina.
Þjóðadeildin þýðir að...
- Keppnislandsleikjum fjölgar en tilgangslausum vináttuleikjum fækkar mikið.
- Landslið leika gegn liðum að svipuðum styrkleika.
- Keppnin inniheldur að lið komist upp um deild og falli niður um deild.
- Hægt er að vinna aukasæti í lokakeppni EM 2020.
- Ekki fleiri leikdagar á alþjóðlega dagatalainu.
Rætt var ítarlega um fyrirkomulega keppninnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í upphafi árs en með því að smella hérna má hlusta á þá umræðu.
Það verður að viðurkennast að við hefðum getað fengið meira sexí riðil! Svona lítur A-deildin út (Staðfest) #fotboltinet pic.twitter.com/oKN0z7N9rM
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) January 24, 2018
Leikið er heima og að heiman í Þjóðadeildinni í september, október og nóvember á þessu ári.
Sigurliðið í hverjum riðli fer í úrslitakeppni í júní 2019 en neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild í Þjóðadeildinni. Á næsta ári fer úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar fram og Þjóðadeildameistari krýndur.
Góður árangur í Þjóðadeildinni getur svo virkað sem varaleið inn í úrslitakeppni EM ef illa fer í undankeppni mótsins.
Athugasemdir