Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. september 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Innkastaþjálfarinn hjá Liverpool: Þetta er skrýtnasta starf í heimi
Joe Gomez varnarmaður Liverpool tekur innkast.
Joe Gomez varnarmaður Liverpool tekur innkast.
Mynd: Getty Images
Steinþór Freyr Þorsteinsson leikmaður KA hefur vakið athygli fyrir innköst sín í gegnum tíðina.
Steinþór Freyr Þorsteinsson leikmaður KA hefur vakið athygli fyrir innköst sín í gegnum tíðina.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég veit að þetta er klárlega skrýtnasta starf í heimi," segir hinn danski Thomas Gronnemark í viðtali við BBC en hann var á dögunum ráðinn til starfa hjá Liverpool til hjálpa leikmönnum félagsins með innköst.

Hinn 42 ára gamli Gronnemark á heimsmetið þegar kemur að löngu innkasti en hann kastaði eitt sinn 51,33 metra eins og sjá má hér.
Gronnemark hefur undanfarin ár hjálpað liðum við innköst en Midtjylland og Horsens skoruðu sitthvor tíu mörkin á síðasta tímabili eftir að hafa verið með Gronnemark á æfingum hjá sér.

Danski vinstri bakvörðurinn Andreas Poulsen bætti lengd sína í innköstum úr 25 metrum í 37,9 metra eftir að hafa verið á æfingum hjá Gronnemark.

„Ef þú reiknar með að atvinnnumenn í fótbolta verði í heimsklassa að taka innköst án þess að fá þjálfun þá ertu frekar bjartsýnn. Vanalega eru gæðin frekar léleg," segir Gronnemark.

Liverpool fékk 54 innköst í síðasta leik gegn Leicester og Jurgen Klopp hreifst af Gronnemark og hugmyndum hans þegar hann heyrði af Dananum.

„Í hreinskilni sagt þá hafði ég aldrei heyrt um innkastaþjálfara. Þegar ég heyrði um Thomas þá vildi ég strax hitta hann og eftir að ég hitti hann þá var ég 100% viss um að vilja ráða hann til starfa," segir Klopp.

Einungis 20 mörk hafa komið eftir innköst í ensku úrvalsdeildinni undanfarin fimm tímabil en Liverpool vonast til að bæta við mörkum eftir ráðningu Gronnemark.

„Ef Liverpool skorar eitt eða tvö mörk þá væri það fullkomið fyrir mig. Líka ef það kemur mark eftir innkast sem er tekið snöggt eða innkast sem er tekið á klókan hátt," sagði Gronnemark.

Smelltu hér til að lesa grein BBC um Gronnemark
Athugasemdir
banner
banner