Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 01. júní 2019 22:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Klopp byrjaði að syngja í viðtali
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var auðvitað hæstánægður eftir að hans menn tryggðu sér sigur í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum í Madríd.

Í viðtali við Norðmanninn Jan Åge Fjørtoft var Klopp svo glaður að hann byrjaði að syngja. Hann söng lagið Let's Talk About Sex með Salt-N-Pepa í breyttri útgáfu.

„Let's talk about six, baby," söng Klopp og vísaði þar í það að Liverpool var að vinna Meistaradeildina í sjötta sinn í kvöld.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband af Jurgen Klopp að syngja.



Athugasemdir
banner