Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. júní 2019 12:35
Elvar Geir Magnússon
Hannes og Birkir Már á bekknum á morgun?
Icelandair
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hávær orðrómur er í gangi þess efnis að það verði stór tíðindi í byrjunarliði íslenska landsliðsins á morgun þegar leikið verður gegn Albaníu í undankeppni HM.

Sögusagnir ganga um að Ögmundur Kristinsson gæti staðið í markinu og leikmenn Vals, þeir Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson, verði báðir á bekknum.

Hjörtur Hermannson, leikmaður Bröndby, myndi þá leika sem hægri bakvörður. Ari Freyr Skúlason ku verða vinstra megin.

Þetta er talsvert breytt lið miðað við líklegt byrjunarlið sem Fótbolti.net setti saman fyrr í dag.

Hvað sem verður þá er allavega ljóst að það verður spennandi að sjá hvernig Erik Hamren mun stilla liðinu upp. Byrjunarliðið verður opinberað um 75 mínútum fyrir leik.

Ísland og Albanía mætast klukkan 13:00 á morgun á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner