Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 25. júní 2019 14:10
Elvar Geir Magnússon
Patrik gerir fjögurra ára samning við Brentford
Patrik skrifar undir.
Patrik skrifar undir.
Mynd: Brentford
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við enska B-deildarfélagið Brentford, með möguleika á ári til viðbótar.

Patrik er 18 ára og spilaði sinn fyrsta leik í Championship-deildinni á liðnu tímabili þegar hann kom inná í mark Brentford gegn Middlesbrough í 2-1 sigri Brentford.

Hann kemur úr yngri flokkum Breiðabliks en á reynslu frá aðalliðsbolta með ÍR í Inkasso-deildinni, þegar hann var 17 ára gamall.

Með því að smella hér má lesa viðtal við hann sem Fótbolti.net tók í mars.

Patrik hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U21-landsliðið.

Á heimasíðu Brentford fer yfirmaður varaliðs Brentford fögrum orðum um Patrik og dugnað hans og hæfileika.


Athugasemdir
banner
banner
banner