Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við enska B-deildarfélagið Brentford, með möguleika á ári til viðbótar.
Patrik er 18 ára og spilaði sinn fyrsta leik í Championship-deildinni á liðnu tímabili þegar hann kom inná í mark Brentford gegn Middlesbrough í 2-1 sigri Brentford.
Hann kemur úr yngri flokkum Breiðabliks en á reynslu frá aðalliðsbolta með ÍR í Inkasso-deildinni, þegar hann var 17 ára gamall.
Með því að smella hér má lesa viðtal við hann sem Fótbolti.net tók í mars.
Patrik hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U21-landsliðið.
Á heimasíðu Brentford fer yfirmaður varaliðs Brentford fögrum orðum um Patrik og dugnað hans og hæfileika.
Patrik er 18 ára og spilaði sinn fyrsta leik í Championship-deildinni á liðnu tímabili þegar hann kom inná í mark Brentford gegn Middlesbrough í 2-1 sigri Brentford.
Hann kemur úr yngri flokkum Breiðabliks en á reynslu frá aðalliðsbolta með ÍR í Inkasso-deildinni, þegar hann var 17 ára gamall.
Með því að smella hér má lesa viðtal við hann sem Fótbolti.net tók í mars.
Patrik hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U21-landsliðið.
Á heimasíðu Brentford fer yfirmaður varaliðs Brentford fögrum orðum um Patrik og dugnað hans og hæfileika.
📝 #BrentfordB goalkeeper @patrikgunnars has committed his future to the Club by signing a new four-year contract. There is also a club-option for an extra year.
— Brentford FC (@BrentfordFC) June 25, 2019
Congratulations, Pat! 👊
Full story ➡️ https://t.co/u8xAhRF3Sa#BrentfordFC 🐝 pic.twitter.com/qp7XI8Kval
Athugasemdir