Víkingur R. vann sinn fyrsta stóra titil í 28 ár þegar liðið lagði FH 1-0 í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn.
Hlaðvarpsþátturinn Miðjan snýr aftur eftir sumarfrí en þar koma uppöldu Víkingarnir Halldór Smári Sigurðsson og Logi Tómasson í heimsókn og ræða bikargleðina.
Meðal efnis: Besti dagur lífsins, sér ekki eftir að hafa hætt við að hætta, Logi tók lagið í fagnaðarlátunum, pirringur FH-inga, rauða spjaldið umtalaða, Halldór Smári prófar sig áfram í tónlistinni, Logi var of langt frá jörðinni, leikjamet á leiðinni, spiluðu 3-6-1 í leik árið 2008, ökuskóli og margt fleira.
Hlustið í spilaranum hér að ofan eða í Podcast forritum.
Athugasemdir