fim 14. nóvember 2019 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling kemur Gomez til varnar: Mér að kenna
Sterling og Gomez.
Sterling og Gomez.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, hefur komið Joe Gomez, leikmanni Liverpool, til varnar eftir að baulað var á hann er hann kom inn á í sigri Englands á Svartfjallalandi í kvöld.

Sterling og Gomez eru liðsfélagar hjá enska landsliðinu, en Sterling spilaði ekki í kvöld eftir að veist að Gomez í mötuneyti enska landsliðsins fyrr í vikunni.

Gomez og Sterling lenti saman undir lokin á 3-1 sigri Liverpool á Manchester City um síðustu helgi. Sterling virtist ennþá hafa verið pirraður á tapinu því hann missti þá stjórn á skapi sínu gagnvart Gomez er þeir mættu í landsliðsverkefnið.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ákvað að taka Sterling út úr liðinu fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í kvöld vegna þess sem átti sér stað í vikunni.

Sterling var í stúkunni í kvöld og klappaði fyrir Gomez er hann kom inn á. Það var annað en margir áhorfendur gerðu, þeir bauluðu á Gomez.

„Til allra stuðningsmanna Englands, ég verð að tala aftur: Það var erfitt fyrir mig að sjá þegar baulað var á liðsfélaga minn fyrir eitthvað sem var mér að kenna. Joe hefur ekkert gert af sér," skrifaði Sterling á Twitter.

„Það var erfitt fyrir mig að sjá að það var baulað á einhvern sem hefur lagt hart að sér, sérstaklega eftir erfiða viku. Það var rang."

„Ég hef tekið fulla ábyrð og samþykki afleiðingarnar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner