,,Mér fannst afar skemmtilegt að taka viðtal við Atla Eðvaldsson eftir 6-0 tap á Parken í Danmörku, það var tekið í beinni útsendingu á stöðinni, það var erfitt að taka viðtalið en það var skemmtilegt.
,,Mér fannst líka mjög gott að tala við Teit Þórðarson, hann var einlægur og sagði manni alltaf satt og var ekki að fela neitt og kom til dyranna eins og er klæddur.
,,Það var mjög eftirminnilegt að koma þangað og líka af því að United komst í úrslit og ég skynjaði það svolítið fyrir leikinn að eldra fólkið taldi að sitt lið væri á guðsvegum og það er ekkert grín.
,,Mér finnst það nú eiginlega bara kjánalegt og svona barnaskapur, þeir dómarar sem detta í þá gryfju eru pínulítið að verja eigin skinn.
,,Ég fer ekki í útsendingu með einhver stikkorð og ætla að vera fyndin því þá verður það ekkert fyndið.
,Íslendingar eru voða kröfuharðir á sína íþróttafréttamenn og ég held að nú íslenskir íþróttafréttamenn séu síst slakari en t.d kollegar þeirra á Englandi.
Magnús og Tómas Ingi hafa verið alveg frábærir og geta sagt hlutina eins og þeir eru, það er betra að þeir geri það heldur en íþróttafréttamennirnir því að þeir hefðu kannski við hengdir fyrir margt af því sem þeir hafa sagt.
Guðjón Guðmundsson betur þekktur sem Gaupi er einhver skemmtilegasti íþróttafréttamaður sem Ísland hefur átt. Guðjón hefur léttleikan ávallt að leiðarljósi sem gerir hann af einum besta íþróttarfréttamanni Íslands.
Við settumst niður með Gaupa uppá Lynghálsi þar sem Stöð2 Sport er með höfuðstöðvar sínar og ræddum við hann.
Við settumst niður með Gaupa uppá Lynghálsi þar sem Stöð2 Sport er með höfuðstöðvar sínar og ræddum við hann.
Byrjaði alveg óvart
Guðjón hóf störf sem íþróttafréttamaður í kringum 1990 en þá byrjaði hann að lýsa handbolta. Hann hóf svo að vinna fyrir Stöð2 sumarið 1993 en átti þá að byrja sem afleysingarmaður.
,,Það var alveg óvart, ég byrjaði að lýsa fyrir Ríkisútvarpið og sjónvarp upp úr 1990 en þá var það aðallega handbolta. Heimir Karlsson hafði líka samband við mig og þá fór ég að lýsa handbolta í sjónvarpi, síðar í útvarpi."
,,Síðan sumarið 1993 þá vantaði mann hérna í afleysingar og ég var beðinn um að detta inn og átti nú bara að vera stutt. Ég átti að fá einhverja aðlögunarhæfni en fékk ekki, ég mætti bara og byrjaði strax í útvarpinu og síðan í sjónvarpinu, þetta hlóð svona upp á sig og síðan hef ég eignlega aldrei farið, bara verið hérna síðan."
,,Ég var reyndar aðeins búinn að skrifa fyrir Dagblaðið (DV) um leiki og þetta var svona bakktería sem að bjó innra með mér og mér langaði að prufa þetta en ætlaði nú aldrei að festast neitt í þessu og ég gerði ekkert ráð fyrir því að verða íþróttafréttamaður en hér er ég nú ennþá."
Þáttargerðin er frábær
Gaupi segir miklar kröfur gerðar til manna sem eru í þessu starfi. Hann segir það frábært ef menn komast í að gera þætti sem og að taka viðtöl sem allir muna eftir.
,,Þetta er búið að vera skemmtilegt, þetta er náttúrulega mjög krefjandi starf. Það eru miklar kröfur gerðar og auðvitað getur verið erfitt að þjóna öllum en maður gerir bara sitt besta það nær ekkert lengra."
,,Auðvitað er gaman að lýsa, þáttargerðin er líka frábær, ef maður kemst í það að gera þætti þá er það mjög gefandi og skemmtileg vinna. Auðvitað eru leikirnir sem maður lýsir skemmtilegir en svona með árunum þá er svolítil hætta að þeir renni út í eitt en auðvitað hefur maður lent í skemmtilegum uppákomum, skemmtilegum leikjum, skemmtilegum viðtölum, óborganlegum og ógleymanlegum. Þetta er mjög fjölbreytt, maður er að vinna með mjög góðu fólki, fagfólki sem maður lærir mikið af, tökumönnum og tæknimönnum sem hjálpar fréttamönnum mikið."
Teitur Þórðarson sagði alltaf satt og var ekki að fela neitt
Guðjón hefur tekið mörg viðtöl í gengum tíðina og sum sem hann segir skemmtilegri en önnur.
,,Þeir eru margir skemmtilegir viðmælendur. Mér fannst afar skemmtilegt að taka viðtal við Atla Eðvaldsson eftir 6-0 tap á Parken í Danmörku, það var tekið í beinni útsendingu á stöðinni, það var erfitt að taka viðtalið en það var skemmtilegt. Auðvitað voru margir sem sögðu að ég hefði verið of harður við hann en hann var afar skemmtilegur maður þrátt fyrir að í lokinn hafi hann ekki náð þeim árangri sem ætlast var til af honum."
,,Guðjón Þórðarson er skemmtilegur karakter líka, Guðmundur Guðmundsson, Viggó Sigurðsson er nú óborganlegur karakter og fleiri, það er af nógu að taka."
,,Mér fannst líka mjög gott að tala við Teit Þórðarson, hann var einlægur og sagði manni alltaf satt og var ekki að fela neitt og kom til dyranna eins og er klæddur og það var engin yfirborðsmennska hjá Teiti, einhver heiðarlegasti þjálfari sem ég hef haft samskipti við. Willum Þór er líka í sama flokki."
Fólk á Old Trafford taldi sig vera á guðsvegum
Guðjón segir leikinn gegn Frökkum á Stade France ógleymanlegan sem og undanúrslitaleik Manchester Untied og Barcelona nú í ár.
,,Ég held að það sé á Stade France í Frakklandi í 3-2 leiknum, var magnaður fótboltaleikur og sér í lag af því að það var uppselt á leikinn, 80 þúsund áhorfendur og við stóðum okkur frábærlega. Ég held að í minningunni að þá sé þetta skemmtilegasti leikurinn sem ég hef lýst."
,,Ég hafði líka mjög gaman af því að lýsa leik Manchester United og Barcelona á Old Trafford í undanúrslitum Meistaradeildarinnar núna. Það var mjög eftirminnilegt að koma þangað og líka af því að United komst í úrslit og ég skynjaði það svolítið fyrir leikinn að eldra fólkið taldi að sitt lið væri á guðsvegum og það er ekkert grín. Útaf slysinu í Munchen sem varð fyrir 50 árum þá var fólk alveg viss um að United væri að fara í úrslit og væri að fara alla leið og það var engin vafi í þeirra huga."
,,Það var frábært andrúmsloft á Old Trafford og líka að sjá að þessar stjörnur eins og Ferguson og fleiri stjörnur í þessu liði voru afspyrnu kurteisir við fjölmiðlamenn og vildu spjalla við þá og það kom mér verulega á óvart. Kannski hef ég séð þetta áður hjá AC Milan á San Siro að helstu stjörnurnar eru oft bestu menn að tala við, það er lítill hroki í þeim sem að hafa náð langt."
Sumarmótin eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér
Þættir Guðjóns um Sumarmótin hér á Íslandi hafa vakið mikla athygli, hann nær vel til barnanna og líklega ekki til sá maður sem hentar betur í svona þætti heldur en Gaupi.
,,Það er nú líklega eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér, ég fékk frábæran mann með mér sem heitir Steingrímur Þórðarson sem er afburða snjall pródúsent og við ákváðum að gera þetta þannig að það yrði vandað til verka og við myndum nálgast þetta verkefni af virðingu og að við myndum leggja sömu vinnu í þetta eins og þetta væri fyrir fullorðið fólk. VIð pössuðum okkur líka á því að þetta væri ekki bara fyrir börnin heldur gætu fullorðnir tekið þátt í þessu og horft á þáttinn og að þetta væri þáttur fyrir alla fjölskylduna. Við vorum ekki gera þætti um helstu afreksmennina heldur að sýna mannlífið og að allir væru jafnir í gríninu og skemmtuninni með okkur, ekki bara þeir bestu heldur allir sem taka þátt í þessu og þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtileg og vonandi eru þættirnir skemmtilegir."
,,Við höfum fengið alveg ótrúleg viðbrögð á alla þættina og þau verða alltaf sterkari og meiri. Þau voru frábær í fyrra og við höfum orðið varir við það á þeim mótum sem við erum að vinna á að fólk er afar þakklátt og finnst þetta skemmtilegt. Það kemur mér svolítið á óvart hvað viðbrögðin eru jákvæð og skemmtileg, ekki bara frá þáttakendum heldur líka frá foreldrum sem eru býsna sáttir og ánægir með þetta."
Eðli fréttamansins
Margir muna eftir atviki sem átti sér stað í leik KR og ÍA ekki alls fyrir löngu þegar Garðar Örn Hinriksson dómari leiksins vildi að Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna færi frá varamannaskýlinu. Margir undruðust á því að Guðjón skildi fara upp að atvikinu og segir hann það hafa vakið upp ákveðin viðbrögð.
,,Þetta er eitthvað sem manni dettur ekki í hug maður bara gerir þetta, þú getur ekki ákveðið svona fyrir fram, ég sá bara tækifæri á að koma þessu á fram færi fyrir áhorfendur heima í stofu. Leikurinn var í gangi og þetta er kannski eðli fréttamannsins og ég held að flestir hefðu gert þetta í mínum sporum og farið sömu leið og ég. Mér fannst þetta skemmtilegt og það er alltaf gaman að vera á vettvangi þegar svona hasar er í gangi, ég hef enga skoðun á því hvort að leikurinn var dæmdur vel eða illa eða hvort Gaui og Skagamenn hafi verið að gera mikið úr þessu en uppákoman var frábær og við fengum fínt sjónvarpsefni."
,,Það er nú alltaf þannig að knattspyrnuforystan er ekki ánægð þegar við erum að vinna okkar störf og finnst að við séum að draga upp neikvæða mynd og þannig er það bara ekki. Við erum bara sendiboðar og reynum að koma þessu til fólksins og það er ekki okkar meining að vera með einhver leiðindi en ég held að fyrst og síðast að svona uppákomur auglýsa sportið betur heldur en einhver flatneskju viðtöl og það er eftir þessu tekið og það er bara vel, þetta er fínt fyrir fótboltann og hann á það skilið að fá góða umfjöllun."
Barnaskapur í dómurum
Í sumar hefur mikið verið rætt um dómgæslu í Landsbankadeild karla og dómarar hafa sagt að umfjöllun íþróttafréttamanna hafi haft áhrif á en Guðjón er því ekki sammála.
,,Mér finnst það nú eiginlega bara kjánalegt og svona barnaskapur, þeir dómarar sem detta í þá gryfju eru pínulítið að verja eigin skinn og draga athyglina frá sjálfum sér. Fjölmiðlar búa ekkert til það er bara misskilningur. Það er einn kenningin sem er í gangi að það verði allt til í fjölmiðlum sem miður fer en það er bara þvættingur, ég hef svo sem gaman af þessu og finnst þetta bara allt í lagi. Mönnum er frjálst að hafa þessar skoðanir en mér finnst þetta bara barnaskapur."
Hafði hug á því að fara í almennar fréttir
Guðjóni langaði eitt sinn að fara í almennar fréttir en hann segir það ekki lengur vera, hann hefur þó komist í tæri við almennar fréttir en hann sá þegar Jón Ásgeir Jóhannesson eigandi Baugs fór á fundi með þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddssyni.
,,Það hefur nú komið til tals og það gerði það lengi vel á meðan stöðin var hérna uppfrá, þá hafði ég nú hug á því um tíma að fara í almenna fréttir en síðan hefur þetta nú aðeins breyst hjá okkur og Íþróttardeild Stöðvar2 Sport hefur á undangengnum árum verið afar vel rekinn. Mórallinn hefur verið frábær hérna, góðir vinnufélagar þannig að ég er ekki eins spenntur fyrir því eins og ég var áður en að þessi breyting varð hérna á okkar deild. Eftir að Hilmar Björnsson tók við sem yfirmaður Stöðvar2 Sport þá hefur margt breyst hjá okkur, bæði í vinnu og gæðum líka."
,,Það var nú bara tilviljun að ég náði því, ég var að keyra dóttur mína niðri í bæ og sá Jón Ásgeir labba inn til forsætisráðherra og vissi nákvæmlega hvað var að gerast og lét strax vita og það er bara eðli fréttamans, ef þú sérð eitthvað sem kannski tengist ekki íþróttum þá ertu vakandi og lætur vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Lýsandi dæmi um þetta er þegar þú situr með blaðamönnum í kaffi niðri í bæ og svo heyrist í lögreglu eða sjúkrabíl og þeir líta allir í sömu áttina."
Fer ekki í útsendingu með einhver stikkorð og ætla að vera fyndin
Guðjón er þekktur fyrir að hafa léttleikan í fyrirrúmi en hann segir að fyndnustu atvikin oft vera þau sem eiga alls ekkert að vera fyndinn.
,,Þau eru nú svo mörg atvikin sem maður lendir í, bæði slæm og góð en það er nú bara þannig að fréttamenn mismæla sig í útsendingum, þetta eru margir leikir og mikið álag og sumt sem hefur maður sagt en annað ekki og sögurnar sem eru búnar í kringum það eru oft á tíðum frábærar, það er bætt í þær."
,,Það var fyrir fjórum árum þegar ég og Logi Ólafsson vorum að lýsa á Hlíðarenda og svo sé ég uppi í stúku vin minn, Óttar Felix, stuttu áður höðfðum við séð Jakob Frímann Magnússon, Stuðmann og Valsara og ég segi við Loga “Við erum búnir að sjá píanóleikarann og þarna er Óttar Felix rythma gítarleikari í Popps” og Loga fannst þetta mjög sniðugt og fyndið en það var það náttúrulega ekki, við hlógum mikið og vorum svolítið lengi að komast aftur inn í leikinn, ég held að þetta hafi staðið yfir í tæpar fimm mínútur og á endanum endaði með því að Logi þurfti nú að fara út og fá sér göngutúr og koma til baka."
,,Ég fer ekki í útsendingu með einhver stikkorð og ætla að vera fyndin því þá verður það ekkert fyndið og ég geri það aldrei, það hefur nú oft verið sagt að íþróttafréttamenn séu konungar fimm aura brandaranna, ég held að flestir séu nú ekki í þessu til að segja brandara."
Íslendingar kröfuharðir á íþróttafréttamenn
Hann segir Íslendingar kröfuharða en segir íslenska íþróttafréttamenn vera á meðal þeirra bestu.
,,Íslendingar eru voða kröfuharðir á sína íþróttafréttamenn og ég held að nú íslenskir íþróttafréttamenn séu síst slakari en t.d kollegar þeirra á Englandi. Það er nú kannski skemmtileg saga af því sem við heyrðum oft þegar við vorum að byrja með enska boltann, þá voru menn að skrifa greinar í blöðin um að Andy Gray væri frábær lýsari og engin lýsti enskri knattspyrnu betur en hann en þá vissum við að hann lýsir engum leikjum, hann er fyrst og fremst aðstoðarmaður. Hann lýsir ekki fótbolta og þetta er kannski lýsandi dæmi um það hvernig bullið getur orðið og ég held að okkar bestu þulir standist þeim bestu á Englandi, Þýskalandi og tala nú ekki um Skandínavíu."
Magnús og Tómas Ingi frábærir
Umfjöllun Stöðvar2 Sport um Landsbankadeildina hefur verið frábær í sumar og hafa markaþættirnir slegið í gegn þar sem þeir Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason hafa farið á kostum.
,,Okkar markmið á Stöð2 Sport er að gera íþróttinni hærra undir höfði og þar af leiðandi var það gert í sumar að breikka sviðið, auka umfjöllunina hafa hana betri og stærri og meiri í gæðum. Það er reynt að færa fólkinu heima í stofu umfjöllun eins fljótt og auðið er, viðtöl og sérfræðingar í setti og þetta hefur mælst mjög vel fyrir."
,,Magnús og Tómas Ingi hafa verið alveg frábærir og geta sagt hlutina eins og þeir eru, það er betra að þeir geri það heldur en íþróttafréttamennirnir því að þeir hefðu kannski við hengdir fyrir margt af því sem þeir hafa sagt, þeir hafa gert þetta frábærlega og eru fagmenn."
Víkingar hafa valdið mér vonbrigðum
Guðjón er að upplagi Víkingur en hann er ekki ánægður með það hvernig félaginu hefur verið stjórnað undanfarin ár.
,,Í hjarta mínu er ég Víkingur en börnin mín hafa verið í Val og ég fylgist grannt með gangi mála á Hlíðarenda. Mér þykir vænt um Valsmenn og þeir eru með gott lið í fótboltanum. Víkingarnir hafa valdið mér vonbrigðum og þá aðallega hvernig öllu apparatinu er stjórnað, þeir svíða fyrir slælega og slaka stjórnun forystumanna til margra ára."
,,Víkingur er náttúrulega gamalt stórveldi og þeir koma aftur en það er bara spurning hvenær, ég held líka að það sem hái Víkingum að svæðið sem þeir eru á er ekki nægilega barnvænt, það er að segja að það er lítil endurnýjun í hverfinu en svæðið sem slíkt og völlurinn frábær en það er ekki nóg þú verður að hafa iðkendur."
Athugasemdir