
Fyrsti slúðurpakki ársins fær að líta dagsins ljós og er ýmislegt áhugavert í honum í dag. Fer Jude Bellingham til Liverpool?
Faðir enska miðjumannsins Jude Bellingham vill að sonurinn gangi í raðir Liverpool næsta sumar. Real Madrid og Manchester City hafa einnig áhuga á þessum 19 ára leikmanni. (Football Insider)
Aston Villa er að vakta stöðuna á Jordan Pickford (28), markverði Everton og enska landsliðsins, en hann á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við félagið. Samningur hans rennur út á næsta ári. (Sun)
Sporting Kansas City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum reyndi að fá Cristiano Ronaldo áður en hann gekk í raðir Al Nassr í Sádi Arabíu. (Fabrizio Romano)
Newcastle hefur lagt fram risatilboð í Ferland Mendy (27), vinstri bakvörð Real Madrid. (Foot Mercato)
Chelsea er að reyna að ganga frá kaupum á Benoit Badiashile (21), leikmanni Mónakó. Philippe Clement, þjálfari Mónakó, segir að Chelsea sé ekki eina liðið sem er á eftir varnarmanninum. (Metro)
Tottenham Hotspur hefur tekið fyrstu skrefin í að reyna fá Marcus Edwards (24), leikmann Sporting Lisbon, aftur til félagsins. (A Bola)
Lundúnarliðið er þá nálægt því að ganga frá kaupum á liðsfélaga Edwards, Pedro Porro (23), fyrir 35 milljónir punda. (Star)
Félagið er þá reiðubúið að selja brasilíska bakvörðinn Emerson Royal (23) eftir að hann var viðriðinn slagsmál á æfingasvæðinu. (Football Insider)
Leeds United er að ganga frá kaupum á Maximillian Wober (24), leikmanni Red Bull Salzburg. (90min)
Marcus Thuram (25), framherji Borussia Monchengadbach, væri heldur til í að ganga í raðir Manchester United en að fara til Newcastle United eða Aston Villa. Hann verður samningslaus eftir tímabilið. (Bild)
LAFC í MLS-deildinni hafði betur gegn nokkrum úrvalsdeildarfélögum í baráttunni um króatíska framherjann Stipe Biuk (20). (Daily Mail)
Juventus hefur áhuga á Abdoulaye Doucoure (29), miðjumanni Everton og Malí. (Calcio Mercato Web)
Franska félagið Marseille hefur áhuga á að fá Hannibal Mejbri (19), leikmann Manchester United. Hann er þessa stundina á láni hjá Birmingham í ensku B-deildinni. (Sun)
Athugasemdir