Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 01. janúar 2023 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tækifæri fyrir Coutinho að sanna sig fyrir nýjum stjóra
Mynd: Getty Images

Philippe Coutinho leikmaður Aston Villa hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu undir stjórn Unai Emery en það gæti orðið breyting á.


Hann er ný kominn úr meiðslum en hann hefur komið við sögu í tveimur síðustu leikjum liðsins.

John McGinn lagði upp síðara mark liðsins fyrir Douglas Luiz í 2-0 sigrinum á Tottenham í dag en hann meiddist í leiknum og gæti misst af leiknum gegn Wolves á miðvikudaginn.

Coutinho gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool, Steven Gerrard, fékk hann til félagsins öllum að óvörum frá Barcelona síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner