Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   lau 01. febrúar 2020 11:36
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leicester og Chelsea: Kepa og Willian bekkjaðir
Leicester tekur á móti Chelsea í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Mikið er undir fyrir bæði lið en átta stig skilja þau að í Meistaradeildarbaráttunni.

Brendan Rodgers gerir aðeins eina breytingu á liði heimamanna þar sem Hamza Choudhury kemur inn fyrir Nampalys Mendy í stöðu varnartengiliðs. Mendy meiddist í 4-1 sigri gegn West Ham í síðustu umferð og er Wilfred Ndidi einnig meiddur.

Frank Lampard gerir fjórar breytingar á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við Arsenal í síðustu umferð.

Willy Caballero fær tækifærið á milli stanganna enda hefur Kepa Arrizabalaga ekki verið sannfærandi. Reece James kemur inn í vörnina fyrir Emerson Palmieri og þá fær Mason Mount byrjunarliðssæti og sendir Mateo Kovacic á bekkinn.

Pedro byrjar í sóknarlínunni ásamt Tammy Abraham og Callum Hudson-Odoi, í stað Willian sem byrjar á bekknum.

Leicester: Schmeichel, R. Pereira, Evans, Soyuncu, Chilwell, Choudhury, Tielemans, Maddison, Perez, Barnes, Vardy
Varamenn: Ward, Justin, Fuchs, Praet, Gray, Albrighton, Iheanacho.

Chelsea: Caballero, James, Christensen, Rüdiger, Azpilicueta, Kante, Jorginho, Mount, Hudson-Odoi, Pedro, Abraham
Varamenn: Kepa, Tomori, Alonso, Kovacic, Barkley, Willian, Batshuayi
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner