PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   lau 01. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Mikið jafnræði á toppnum
Alfreð og félagar mæta Werder Bremen á heimavelli.
Alfreð og félagar mæta Werder Bremen á heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleðilegan laugardag. Það er leikið í þýsku úrvalsdeildinni í dag þar sem spennan er mikil.

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eiga heimaleik gegn Werder Bremen. Augsburg er búið að tapa þremur leikjum í röð en Alfreð fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 tapi gegn Union Berlin um síðustu helgi. Hann er búinn að ná sér eftir axlarmeiðsli.

Á sama tíma fer Evrópuslagur Hoffenheim og Bayer Leverkusen fram og þá eiga Borussia Dortmund og FC Bayern einnig leiki.

Dortmund tekur á móti nýliðum Union Berlin á meðan Bayern heimsækir fallbaráttulið Mainz sem er búið að tapa þremur í röð. Bayern er á mikilli siglingu og búið að vinna fimm leiki í röð.

Bayern er aðeins einu stigi frá toppliði RB Leipzig, sem mætir til leiks í síðasta leik dagsins. Sá leikur verður gríðarlega erfiður heimaleikur gegn Borussia Mönchengladbach. Gladbach er í þriðja sæti, tveimur stigum eftir Leipzig.

laugardagur 1. febrúar

GERMANY: Bundesliga
14:30 Augsburg - Werder
14:30 Hoffenheim - Leverkusen
14:30 Fortuna Dusseldorf - Eintracht Frankfurt
14:30 Dortmund - Union Berlin
14:30 Mainz - Bayern
17:30 RB Leipzig - Gladbach
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner